Game Changer Chenille er sett af 30mm, 20mm, 10mm og 8mm chenille með samofnu holographic pearl flash efni og er fullkomið til að búa til hinar ótrúlegu Game Changer flugur. Þú notar þessar mismunandi stærðir af chenille til að búa til keilulögunina eða kónísku lögunina á fluguna.
Vefðu mismunandi stærðir af chenille á liðamótaleggina, og til að ná enn meiri raunveruleika í fluguna er sniðugt að nota tússpenna til að mála á fluguna. Gott er að setja gufu á chenille efnið áður en það er notað ti að fá sem mest út úr efninu, t.d. með því að halda á því yfir bolla með sjóðandi vatni eða nota hitaketil.
Semperfli Game Changer Chenille pakkinn inniheldur:
- 30mm, 20mm, 10mm og 8mm chenille
- Vír úr ryðfríu stáli til að tengja saman framhluta Game Changer flugunnar við skottið
- 12 stk. (6 pör) af augum