Ice Straggle Chenille svipar til Polar Chenille, Straggle Cactus eða Ice Straggle Cactus. Ice Straggle Chenille hefur langar, hálfgegnsæjar trefjar, sem hreyfast mikið í vatni líkt og marabou gerir, sem gefur flugunni virkni. Ice Straggle Chenille er tilvalið í túpur, búk á straumflugum og er vinsælt efni í margar nútíma laxaflugur. Það er auðvelt að klippa það niður og snyrta i hehentugar stærðir með venjulegum skærum. Notað í búk, hackle og kraga, bæði á litlar og stórar straumflugur o.m.fl.
Mikil hreyfigeta, fluoro litir og náttúrlegir litir gera Ice Straggle Chenille tilvalið efni í flugur fyrir lax, sjóbirting og silung.
Það eru 6m af Ice Straggle Chenille á hverri spólu.