Kapok Dubbing er fullkomið dubb á þurrflugur enda með ótrúlegan floteiginleika – reyndar oft kallað flugu-björgunarvesti! Kapok trefjar eru náttúrulega holar að innan og sem dubb í splittuðum þræði viðhalda þær flotgetu flugunnar betur en nokkað annað náttúrulegt dubb – og það er helmingi þynnra en ofurfínt dubb.
Sumir hnýtarar kalla Kapok “tilbúinn moldvörpufeld” eða “moldvörpufeld í misnunandi litum” vegna líkinda í mjörg stuttum trefjum. Algjörlega tilvalið í litlar þurrflugur, frábært í púpur og hefur frábæra, fína áferð á litlum flugum í stað þess að vera klassísk, bústið dubb á litlum krók.
Kapok (Ceiba pentandra) eru náttúrulegar trefjar sem hafa verið til í mörg ár og vex víða á hitabeltissvæðinu og ræktað vegna trefjanna. Þetta eru rakaþolnar og fljótþornandi trefjar með góða floteiginleika, fljótar að taka á sig upprunalegt form og vigta aðeins 1/8 af bómull. Kapok hefur í gegnum tíðina verið notað í björgunarvesti og björgunarbáta, styður við 30 sinnum eigin þyngd í vatni.
Það er þekkt, að það er mjög erfitt að lita Kapok trefjar, hinsvegar hefur teymi frá Semperfli unnið með tölvustýrðar litavélar og tekist það. Floteiginleikar Kapok Dubbing tapast mjög hægt – prófanir, þar sem það hefur verið skilið eftir í vatni í marga daga, hafa sýnt, að það dregur mjög hægt í sig vatn.
Kapok dubbið frá Semperfli er fáanlegt í mörgum náttúrulegum jarðlitum og hefur verið skilgreint sem best þurrflugudubbið sem er fáanlegt.
Stakar Kapok Dubbing trefjar eru að meðaltali 1.8cm, með þvermálið 30 – 36 micrometrar (micrometer er u.þ.b. 0.001016mm) sem gerir það fínna en minnsta ofurfínt dubb á markaðnum en með einstökum floteiginleikum.