Klassísku vöxuðu 8/0 hnýtingaþræðirnir eru hluti af 105 denier línunni frá Semperfli og hannaður sérstaklega til hnýtinga á laxaflugum, straumflugum, púpum og þurrflugum í öngulstærðum #6 – #14 Þráðurinn er einstakur; leggst flatur með 2 kjarna byggingu sem er auðvelt að kljúfa/splitta þegar þess er þörf. Það eru fagmenn sem ákveða magnið af vaxi á þræðinum, enda mikilvægur þáttur, t.d. að bobbin haldan stíflist ekki. Semperfli hannaði sína eigin tölvustýrðu vél til að setja þráðinn upp á spóluna þannig að þráðurinn leggist rétt, kemur rétt af spólunni og myndar ekki hreiður.
Semperfli notar hágæða polyester í þráðinn sem þú getur treyst á og litasamræmi milli lota er fullkomið.
Kemur í mörgum litum, allt frá hefðbundum upp í Fluoro liti og það eru u.þ.b. 110m á hverri spólu.
Helstu eiginleikar;
- 110m á hverri spólu
- Leggst flatur á öngulinn.
- Hefur nákvæmlega það magn af vaxi sem þarf í fluguhnýtingar.
- Auðvelt að kljúfa/splitta ef þess er þörf.
- Slitþol 754gm/26.6oz.
- Hentar fyrir króka í stærðum #6 til #14