Nano Silk þráðurinn frá Semperfli er talinn vera fyrsta val atvinnuhnýtara á heimsvísu og er sennilega besti GSP þráðurinn á markaðnum. Ofursterkur, fáanlegur í mörgum litum og denier, hefur hann endalausa möguleika og það er hægt að nota hann í allt frá micro flugum upp í stórar flugur.
Ofur sterkur og einhver bestu gæði sem hægt er að fá. Engar áhyggjur af því, að þráðurinn slitni – það er hægt að treysta á Nano Silk þráðinn.
Þetta er hinn eini sanni GSP þráður og hefur þann styrk sem alvöru hnýtingaþráður á að hafa. Hann er 10 sinnum sterkari en stál með sama þvermál. Hann er nógu nettur og fínn fyrir allrasmæstu önglana án þess að tapa styrk og þrátt fyrir fínleika þá er hægt að kljúfa/splitta hann ef þess er þörf.
Nano Silk 100D 6/0 þráðurinn er hannaður fyrir önglastærðir #10 til #2/0.
Þar sem Nano Silk leggst fullkomlega að önglinum þá hleðst hann ekki upp.
- 6/0 100 denier þráður.
- Slitþol 3.800gm/8.4p
- Tilvalinn á önglastærðir #10 til #2/0
- Leggst fullkomlega með engri upphleðslu óháð hversu margar lúppur þú setur á öngulinn.
- 10 sinnum sterkari en stál í sama þvermáli.
Fagráð:
1 – snúa rangsælis til að snúa ofan af og leggja fullkomlega flatt. Með aðeins 2 til 3 snúningum af Nano Silk yfir svamp eða önnur efni er hægt að binda fast án þess að skera efnið.
2 – nota hvítt Nano Silk og einfaldlega lita síðustu 10cm/4″ á þræðinum fyrir hausa í sýnilegum litum.
Það eru ekki allir GSP þræðir af sama styrk og þeir eru gefnir upp fyrir. Semperfli notar bestu hágæða efni sem fáanleg eru til að koma í veg fyrir flækjur og bjóða upp á mýksta og sterkasta GSP þráðinn sem er fáanlegur.
Hægt er að fara á Global Fly Fisher Thread Chart og sjá sannleikann með eigin augum.
Það eru 200m (u.þ.b.) á hverri spólu af Nano Silk 100D 6/0 bulk.
Athugið: Það ætti alltaf að nota bobbin höldu með keramic þegar notaður er GSP Nano Silk þráður.