Perdigon flugur voru fyrst þróaðar af spænska keppnisliðinu og hafa síðan orðið gríðarlega vinsælar í fluguboxum hnýtar og veiðimanna um allan heim. Það er til þess að gera auðvelt að hnýta Perdigon og þær eru hannaðar til sökkvar hratt. En það þarf mikið úrval af litum með rétta útlitið og áhrifin til að gera hina fullkomnu Perdigon flugu, þess vegna var þetta efni þróað, hannað og framleitt.
Það sem Perdigon Body hefur umfram annað tinsel er gegnsæið. Í seríunni eru fjöldinn allur af gegnsæjum, glitrandi og lýsandi litum með litabrigðum sem gera fluguna að sigurvegara.
Perdigon flugan er yfirleitt hnýtt á króka #16, #18 og #20 og er þetta flotta efni frá Semperfli tilvalið í það verkefni, enda hannað fyrir smærri króka. Auðvitað er hægt að nota það á stærri flugur með þvi að vefja oftar eða jafnvel fyrir heilan búk, áherslur eða sem ribb..
Tæknilega séð er Perdigon Body Transluscent 0.37mm töfrandi búkefni sem kemur í mörgum banvænum litum með litabrigðum.