Hár af loðsel eru frábær til að hnýta flugur, en lagaleg staða sela afurða í mörgum löndum gerir þessi hár erfiða vöru í framleiðslu og flutning milli landa. Fyrir vikið vann R&D teymið hjá Semperfli, ásamt Pro teyminu, að því að þróa eins raunhæfa eftirlíkingu eins og mögulegt væri. Semperseal Subs er útkoman, fullkomið efni í dub.
SemperSeal: Lengd á trefjum
Semperfli gerði það af ásetningi, að framleiða og pakka Semperseal með löngum trefjum. Afhverju? Þetta er ekki aðeins fullkominn staðgengill loðselshára þar sem trefjarnar eru einfaldlega klipptar í 10 – 15mm lengdir, heldur eru þessi hár tivalin í fullri lengd í ýmsar straumflugur og laxaflugur.