Spyder Thread er fínn 30D, 18/0 klassískur hnýtingarþráður og er sérstaklega þróaður sem hálfgegnsær til að skila betur hnýtingamynstri flugunnar. Spyder Thread er með 2 fína þræði sem eru undnir saman og slitþolið er u.þ.b. 400gm – til samanburðar hafa próf sýnt að Uni Caenis er með slitþol í u.þ.b. 85gm og Danville Spiderweb u.þ.b. 142gm. Við þennan samanburð mun Spyder Thread auka traust hnýtarans að hann slitni síður þegar hnýttar eru smærri flugur og þráðurinn leggst líka tiltölulega flatur á öngulinn. Spyder þræðinum frá Semperfli er ætlaður í smærri flugur og sem valkostur fyrir hnýtara í staðinn fyrir þræði eins og Uni Caenis og Wisp sem eru veikari þræðir. Spyder Thread er ekki vaxaður.
Það eru u.þ.b. 100m á hverri spólu.