Semperfli Worm Chenille er hið fullkomna hnýtingarefni og nýtist í tvískipta búka, orma, San Juan, vafið um búka á t.d. Buggers og svo margar straumflugur. Þvermálið er 3mm og þetta efni hefur fallegar hreyfingar í vatni.
Hvort sem þú elskar eða hatar Squirmy Worms þá er staðreyndin sú að þeir eru ótrúlega veiðnir, og það um allan heim, en þeir eiga það til að morkna og slitna í fluguboxinu. Semperfli Worm Chenille er tilvalinn valkostur í Squirmy Worm og mun ekki slitna í fluguboxinu eða morkna undir útfjólubláu ljósi.
Worm Chenille kemur í 2 afbrigðum, staðlað og glitrandi þar sem UV flekkjum hefur verið bætt í og gera þær enn meira aðlaðandi. Til að búa til taperaðan búk er hægt að hita endan varlega.
Það eru u.þ.b. 2m í hverjum poka.