Flott kaststangarsett frá Shimano með Shimano Catana FX 2.7m 7-21gr spinnstöng & Catana FE 4000 kasthjóli í setti.
Hjólið kemur með áspóluðu girni frá STROFT og hægt er að velja um eftirfarandi styrkleika:
7.0kg/15lbs
9.3kg/20lbs
14.0kg/30lbs
Ef pantað er í netverslun þá þarf að velja eitt að ofangreindu og nefna í skilaboðum á pöntunarformi, ef ekkert er valið er 9.3kg/20lbs sett á hjólið.
Catana stangirnar eru með skemmtilegri og framsækinni virkni sem er tilvalið til alhliða notkunar.
Hönnunin á stönginni er nútímaleg og athyglisverð. Catana stangarserían er þróuð til að vera fjölhæf með stangargerðum fyrir hvers kyns veiði. Þess vegna er virknin í Catana “hröð”.
- Virkni: Hröð
- Handfang: EVA
- Stangarhlutar: 2
- Lengd stangar: 2.7m
- Kastþyngd: 14-40gr
Shimano Catana FE 4000 hjólin eru vönduð og góð kasthjól með mjúkan indrátt og öfluga bremsu til að takast á við smáa sem stóra fiska.
- Þyngd: 320gr
- Gírhlutfall: 5.2:1
- Mesti bremsukraftur: 8.5kg
- Legur: Ryðfríar stálkúlulegur 3+1
- Línumagn/Nylon: 0.35-170, 0.4-150, 0.5-125
- Línumagn/Braid: 0.1-490, 0.15-320, 0.2-240