Er þetta létt innsta lag? Er þetta Merino sólarpeysa? Er þetta þægilegasta og fjölhæfasta veiðiflík sem þú hefur klæðst? Já, já og já.
Thermo 150 Hoody sameinar náttúrulega mýkt og rakadrægni Merino ullar með léttleika, teygjanleika og UPF 50+ sólarvörn, sem gerir hana fullkomna fyrir allar aðstæður. Fullkomin í veiði allt árið um kring, hvort sem þú notar hana sem létt innsta lag undir öðrum flíkum og jakka eða sem ótrúlega þægilega sólarpeysu þegar hún er notuð ein og sér.
Eingöngu eru notaðar hæstu gæðaflokks Ultrafine Merino trefjar (17,5 míkrón) sem eru spunnar með réttum hlutföllum af næloni til að tryggja endingu, mýkt og hámarks virkni.
Þú færð alla kosti Merino ullar – silkimjúka áferð, frábæra hitastjórnun og langvarandi lyktarvörn – í peysu sem þú munt vilja nota meirihluta tímabilsins.
Skwala – Gæðin sem þú finnur strax
Ræktuð á Nýja-Sjálandi, spunnin í Þýskalandi, hönnuð í eitt þægilegasta Merino-lag sem þú hefur nokkru sinni klæðst.
Tæknileg fullkomnun úr náttúrunni
Engin manngerð einangrun getur keppt við það sem kindur hafa þróað í gegnum aldirnar. Merino ull skarar fram úr gerviefnum þegar kemur að þægindum, varmageymslu, rakadrægni og lyktarvörn. Þess vegna reynum við ekki að bæta náttúruna, heldur vinnum með henni.
Við byrjum á hágæða, handvöldum Merino trefjum frá Nýja-Sjálandi, sem eru svo send til Þýskalands þar sem þeim er blandað með réttu magni af gerviefnum til að tryggja fullkomna teygju og endingu. Úr þessu verður til okkar Thermo Collection – endingargott, einstaklega þægilegt og náttúrulega einangrandi innsta lag.
Betra en bómull
Að klæðast bómull í kuldanum er eins og að veiða með Durham Ranger á besta silungsveiðistaðnum – það er klassískt, en ekki endilega áhrifaríkt.
Thermo Collection frá Skwala byggir á hæstu gæðaflokks Merino ull sem heldur á þér hita, jafnvel á köldustu dögum, á meðan hún dregur náttúrulega í sig raka og heldur þér þurrum/þurri. Þar að auki hefur Merino ull innbyggða lyktarvörn, sem kemur sér vel þegar þú ert á fjögurra daga veiðiferð og vilt ekki verða þekktur fyrir lyktina í hópnum.
Upplýsingar um vöru
stærðartafla
Stærð
Ermalengd (cm)
Brjóstkassi (cm)
M
86
94-102
L
89
104-112
XL
92
114-122
XXL
94
124-132