Hönnuð fyrir þá daga þegar fingurnir dofna af kulda við að sleppa sprækum urriðum aftur út í ískalt vatn. Thermo 350 Hoody veitir hlýju og þægindi í nánast öllum veiðiaðstæðum. Þetta er þyngsta/þykkasta innsta lagið frá Skwala og er gert úr 95% handvöldum Merino ullartrefjum frá Nýja-Sjálandi.
Hettan og hár kragi tryggja að þú getir haldið áfram að veiða, jafnvel þegar veðrið verður virkilega biturt. Mjúkt flísfóðrað ullarlag að innan og slitsterkt ofið ytra lag gera þessa peysu að hinni fullkomnu vörn gegn kulda.
Ef kindurnar sjálfar gætu valið sér fatnað, þá myndu þær líklega velja Thermo 350 Hoody – og kannski aldrei rækta ull aftur.
Skwala Merino – Gæðin sem þú finnur strax
Ræktuð á Nýja-Sjálandi, spunnin í Þýskalandi, hönnuð í eitt þægilegasta Merino-lag sem þú hefur nokkru sinni klæðst.Tæknileg fullkomnun úr náttúrunni
Engin manngerð einangrun getur keppt við það sem kindur hafa þróað í gegnum aldirnar. Merino ull skarar fram úr gerviefnum þegar kemur að þægindum, varmageymslu, rakadrægni og lyktarvörn. Þess vegna reynum við ekki að bæta náttúruna, heldur vinnum með henni. Við byrjum á hágæða, handvöldum Merino trefjum frá Nýja-Sjálandi, sem eru svo send til Þýskalands þar sem þeim er blandað með réttu magni af gerviefnum til að tryggja fullkomna teygju og endingu. Úr þessu verður til okkar Thermo Collection – endingargott, einstaklega þægilegt og náttúrulega einangrandi innsta lag.Betra en bómull
Að klæðast bómull í kuldanum er eins og að veiða með Durham Ranger á besta silungsveiðistaðnum – það er klassískt, en ekki endilega áhrifaríkt. Thermo Collection frá Skwala byggir á hæstu gæðaflokks Merino ull sem heldur á þér hita, jafnvel á köldustu dögum, á meðan hún dregur náttúrulega í sig raka og heldur þér þurrum/þurri. Þar að auki hefur Merino ull innbyggða lyktarvörn, sem kemur sér vel þegar þú ert á fjögurra daga veiðiferð og vilt ekki verða þekktur fyrir lyktina í hópnum.
- Þéttsniðin hetta, fullkomin undir ytri fatnað. Hár kragi veitir aukna hlýju og vörn þegar hann er fullrenndur.
- Renndur, teygjanlegur brjóstvasi, hentar vel til að geyma síma eða veiðibúnað.
- Tæknilega sniðin ermahönnun með klofsaum í handarkrikum dregur úr stífleika í búknum og eykur hreyfigetu og þægindi.
Upplýsingar um vöru
- 95% 20,5 míkrón Merino ull og 5% spandex, blandað saman fyrir 350 g innsta lag.
- Renndur, teygjanlegur brjóstvasi, hentar vel til að geyma síma eða veiðibúnað.
stærðartafla
Stærð | Ermalengd (cm) | Brjóstkassi (cm) |
---|---|---|
M | 86 | 94-102 |
L | 89 | 104-112 |
XL | 92 | 114-122 |
XXL | 94 | 124-132 |