Hönnunarteymi Skwala einsetti sér að hanna hið fullkomna undirlag undir vöðlur, en fyrir mistök enduðu þeir með líklega þægilegustu buxur sem þú hefur nokkru sinni klæðst. Thermo 350 Pants eru ekki bara undirbuxur fyrir vöðlur – hugsaðu þér að uppáhalds joggingbuxurnar þínar, bestu hlýju útivistarbuxurnar þínar og þægilegustu íþróttabuxurnar hefðu sameinast í eina fullkomna flík. Þær eru eitthvað í þá áttina.
Framleiddar úr 95% handvöldum Merino ullartrefjum frá Nýja-Sjálandi, með silkimjúka flísfóðrun að innan og slitsterkt ofið ytra lag, þá eru þetta einar af mest einangrandi og þægilegustu buxum sem þú munt klæðast – löngu eftir að vöðlurnar hafa verið hengdar upp til þerris.
Skwala Merino – Gæðin sem þú finnur strax
Ræktuð á Nýja-Sjálandi, spunnin í Þýskalandi, hönnuð í eitt þægilegasta Merino-lag sem þú hefur nokkru sinni klæðst.
Tæknileg fullkomnun úr náttúrunni
Engin manngerð einangrun getur keppt við það sem kindur hafa þróað í gegnum aldirnar. Merino ull skarar fram úr gerviefnum þegar kemur að þægindum, varmageymslu, rakadrægni og lyktarvörn. Þess vegna reynum við ekki að bæta náttúruna, heldur vinnum með henni. Við byrjum á hágæða, handvöldum Merino trefjum frá Nýja-Sjálandi, sem eru svo send til Þýskalands þar sem þeim er blandað með réttu magni af gerviefnum til að tryggja fullkomna teygju og endingu. Úr þessu verður til okkar Thermo Collection – endingargott, einstaklega þægilegt og náttúrulega einangrandi innsta lag.
Betra en bómull
Að klæðast bómull í kuldanum er eins og að veiða með Durham Ranger á besta silungsveiðistaðnum – það er klassískt, en ekki endilega áhrifaríkt. Thermo Collection frá Skwala byggir á hæstu gæðaflokks Merino ull sem heldur á þér hita, jafnvel á köldustu dögum, á meðan hún dregur náttúrulega í sig raka og heldur þér þurrum/þurri. Þar að auki hefur Merino ull innbyggða lyktarvörn, sem kemur sér vel þegar þú ert á fjögurra daga veiðiferð og vilt ekki verða þekktur fyrir lyktina í hópnum.

- Teygjanlegt mitti með stillanlegri reim tryggir að buxurnar sitji vel og örugglega á mjöðmum.
- Þægilegt og mjókkandi snið, hannað til að passa fullkomlega undir vöðlur án þess að þrengja að.
- Tvö vasaop að framan í gallabuxnastíl sem auðvelda aðgengi undir vöðlum, ásamt renndum vasa aftan á fyrir aukageymslu.
- Mjókkandi skálmar og sérsniðin hnjáhönnun veita hámarks hreyfigetu og þægindi við lagaskiptingu.
Upplýsingar um vöru
- 95% 20,5 míkrón Merino ull og 5% spandex, blandað saman fyrir 350 g innsta lag.
- Tvö vasaop í gallabuxnastíl fyrir þægilega notkun undir vöðlum og renndur vasi aftan á til geymslu.
- Teygjanlegt mitti með stillanlegri reim.
stærðartafla
Stærð | Mitti (cm) | Klofmál (cm) |
---|---|---|
M | 81-86 | 81 |
L | 86-92 | 81 |
XL | 92-97 | 81 |
XXL | 97-102 | 81 |