Redding gleraugun frá Smith eru tákn um nýtt tímabil í hönnunni á 8-forms umgjörðinni. Klassískur stíll með nútímalegu útliti, steypt á Ítalíu og koma með ChromaPop™ Low Light Yellow glerlinsum með óviðjafnanlegum skírleika. Grannar og léttar spangir, innbyggðar gormalamir og afar þægilegir Megol nef- og spangarendapúðar sem halda gleraugunum á sínum stað. Ef þú ert að leita að alvöru handverki ásamt toppgæðum í efnisvali og linsum þá eru Redding gleraugun góður kostur til að takast á við hvaða ævintýri sem er.
Gleraugun koma í hörðu hlulstri, það fylgir gleraugnaband og micro-fiber poki.
Linsur
- ChromaPop™ Low Light Yellow polarized glerlinsur sem draga úr glampa, auka á skerpu lita og birtuskil og er með mjög háa rispu-vörn
- 100% UV vörn
Mátun / Form
- Medium stærð á umgjörð
- 8-form á umgjörð sveigir linsur svo gleraugun liggja betur að andliti
- Megol nef- og spangarendapúðar sjá til þess að gleraugun eru kyrr á andlitinu
- Gormalamir stilla sig sjálfar til aðlögunar andlitinu
Efni í umgjörð
- Evolve™ lífrænt efni sem er létt og endingargott