Brite Beads™ frá Spirit River eru sérhannaðar með einstöku innra gati sem auðveldar að setja þær á og festa á flesta króka. Það sem gerir Brite Beads sérstakar er það að Spirit River leggur meiri vinnu og kostnað í framleiðsluna en margir aðrir keppinautar. Húðun kúlanna er sýrumeðhöndlun með sérstakri tækni sem tryggir endingargott yfirborð og glæsilega áferð. Þessi aðferð er hvorki ódýr né einföld, en útkoman talar sínu máli.
Brite Bead brass kúlurnar hafa skínandi og vandaða áferð sem hvorki dökknar né skemmist með tímanum – ólíkt sumum öðrum kúlum á markaðnum. Hver einasta kúla er svo falleg að hún myndi sóma sér sem skartgripur í safni gullsmiðs.
Ef þú ert að hnýta þínar eigin flugur, hvers vegna ekki að velja það besta? Með því að nota Brite Beads frá Spirit River færðu gæði sem eru hverrar krónu virði.
Henta fullkomlega á flesta straumflugukróka.
5.5mm/7/32″ 25 stk. í pakka
6.3mm/1/4″ 20 stk. í pakka