Squirmy ormurinn á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið notaður með ævintýralegum árangri í straumvatni við silungsveiðar. Síðan þá hefur þessi fluga orðið vinsæl í Bretlandi með álíka árangri og í Bandaríkjunum og hefur um langt skeið verið eitt af leynivopnum margra íslenskra veiðileiðsögumanna hér á landi.
Rauður Squirmy ormur er hinn upprunalegi Squirmy og er frábær eftirlíking af blóðormi sem þú verður að hafa í boxinu.