Þetta er hið ótrúlega endingargóða Stroft ABR Monofil taumaefni. ABR skammstöfunin stendur fyrir “Slitþol” eða “abrasion resistant” og er það svo sannarlega orð að sönnu.
Sérstök hitameðferð, sem þetta taumaefni er látið fara í gegnum, hefur gert það mjög þolið gagnvart skaðlegum UV geislum og rispum.
ABR monofil taumaefnið er gríðarlega endingargott og viðheldur slitþolsmörkum og hnútastyrk þó svo að verið sé að veiða við hörkulegar aðstæður.
Allar spólurnar koma með mjúkum svamphring til að verja línuna frá skaðlegum UV geislum og til að verja gegn ytra áreiti.
ABR monofil kemur í ljós brúnleitum gagnsæjum lit og kemur í mismunandi sverleika og slitþoli. Hver spóla inniheldur 25m af taumaefni.
Hentar fyrir allar gerðir af veiði og mun virka einstaklega vel, sama í hvernig aðstæðum þú ert að veiða í.
ATHUGIÐ að STROFT klippihringirnir og spólukerfin passa einungis fyrir STOFT ABR 25m spólur upp að 10,50kg og ekki ofar en það.