SEA TROUT SPEY SERÍAN
Allt frá því Frödin fyrst byrjaði að nota hnakkafjaðrir úr hegra hefur hann verið ástfanginn af hinni tignarlegu spey flugu. Hreyfing fjaðranna og hið hálfgegnsæja útlit gaf flugunni líf. Klassískar flugur sem bera vissa töfra. Hin nýja sjóbirtings spey sería er einfaldari en líklega mun áhrifaríkari. Allt frá því Frödin fyrst sá hvítar hegra hnakkafjaðrir vissi hann að honum langaði að búa til Thunder Spey fluguna. Og núna 20 árum síðar hefur hún svo sannarlega gefið margan minnistæðan fiskinn. Í hluta af þessari seríu er notað TTT til að hjálpa til við að opna allt efnið og mynda fallegt dropalag. Serían er einnig með zonker í tveim flugunum. Og í lokin er það rækjuflugan. Hin litla rækjufluga hefur sannað sig bæði á sjávarströndum sem og fyrir lax og sjóbirting í tærum ám.
Eiginleikar
– Halfgegnsær Spey – prófíll
– TTT / M FITS túpur
– Tungsten turbo kónar
– Spey hegra hnakkafjaðrir
– Tilbúinn Jungle Cock