„Brúni bomberinn er líklega sá algengasti og sá sem flestir nota og veiða fisk á. Líklega er sá brúni bestur í tæru vatni. – Mikael Frödin“
TRI TURBO BOMBER SERÍAN
Að sjónkasta á nýgenginn lax með frjálst fljótandi flugu er líklega með því besta sem hægt er að gera. Við elskum að láta tri turbo bomberana skauta á yfirborðinu, fljóta frjálst og zik-zakka yfir nýgengnum fiski, bara að hugsa um þetta lætur okkur fá gæsahúð. Bomberarnir okkar koma allir með gúmmí turbo kón sem er skorinn öfugt, en það hjálpar til við að láta fluguna skauta á yfirborðinu jafnvel í hröðu vatni. Þeir koma allir með litlum flúrósent bletti sem gefur betri sýn á fluguna þar sem hún flýtur frjálst. Þeir eru sérstaklega útbúnir til að geta flotið hátt uppi og lengi. Allir bomberarnir koma í litlu boxi og koma með léttri þurrflugu túpu einkrækju.
Eiginleikar
- Öfugt skorinn gúmmí turbo kónn
- Stíft pakkaður og með mikið flot
- Túpueinkrækja fylgir
- Flúresent blettur
- Skautar ótrúlega