Grönn, svört fluga með grænum blæ er nauðsynleg þegar veitt er í tærum ám. Jafnvel þó svartur skeri sig vel úr þá er hann mjög laumulegur og það er bara eitthvað mjög veiðilegt við svarta flugu, óháð tegund. Þetta mynstur hefur sannað sig margoft á heitum sumardögum þegar laxinn og sjóbirtingurinn eru búnir að koma sér aðeins fyrir í ánum.
TS tvíkrækjur
Það er alltaf sérstök tilfinning að setja klassíska tvíkrækju undir, fegurð og fullkomið jafnvægi gera þær einstakar á að líta, bæði fyrir veiðimenn og líka fyrir fiskinn. Þær eru einstaklega “veiðnar” og eru hér í 8 mismunandi mynstrum fyrir jafnmargar aðstæður.
TS er skírskotun til Tellis Katsogiannos sem er mikill laxveiðimaður og hann valdi þessar 8 mismundandi flugur sem eru allt hans uppáhaldsflugur. Allt fræg og þekkt mynstur hnýttar með stíl sem Tellis kýs; léttklæddar, sparlega notað af efni og flassi og hnýttar á hágæða japanskar tvíkrækjur sem hafa margsannað sig að vera afar sterkar og beittar.