Mynstur sem er sennilega jafn vinsælt og Sunray Shadow. Þetta afbrgði er mjög líkt hinni upprunalegu Pahtakorva, með fallegri blöndu af litum sem nær athygli bæði veiðimanna og fiska. Oft notuð í gruggugu vatni eða þegar það er skýjað og/eða rigning. Með dökka tóna og skæran appelsínugulan lit þá er þetta góð síðsumarfluga í lax og stóran sjóbirting.
TS tvíkrækjur
Það er alltaf sérstök tilfinning að setja klassíska tvíkrækju undir, fegurð og fullkomið jafnvægi gera þær einstakar á að líta, bæði fyrir veiðimenn og líka fyrir fiskinn. Þær eru einstaklega “veiðnar” og eru hér í 8 mismunandi mynstrum fyrir jafnmargar aðstæður.
TS er skírskotun til Tellis Katsogiannos sem er mikill laxveiðimaður og hann valdi þessar 8 mismundandi flugur sem eru allt hans uppáhaldsflugur. Allt fræg og þekkt mynstur hnýttar með stíl sem Tellis kýs; léttklæddar, sparlega notað af efni og flassi og hnýttar á hágæða japanskar tvíkrækjur sem hafa margsannað sig að vera afar sterkar og beittar.