„Þessi fluga mín er með sterk klassísk áhrif. Í gamla daga veiddi ég mikið á Green Highlander. Nú til dags er þetta sólskinsútgáfan mín. Nútímaleg og banvæn sólskins fluga. Ég nota silfur, gulll og flúró græna FITS túpu til stýringar. Notaðu hana í hvíta vatninu þar sem fiskurinn felur sig frá sólarljósinu, veiddu hana hratt og vertu viðbúinn töku sem á eftir að brjóta handfangið á stönginni! – Mikael Frödin“
TTT NOBODY SERÍAN
TTT Nobody er túpufluga með engum búk og hnýtt á Tungsten Turbo Tube. TTT ( Tungsten Turbo Tube ) er einföld, áhrifarík og endingargóð lausn í þessari seríu. Bæði gefur TTT flugunni nokkra þyngd sem og að flugan opnast betur og gefur henni fallegan sundprófíl. Flugan er notuð laus á taumnum fyrir framan stuttan túpubút sem er notaður til að festa krókinn og virkar sem stýring. Ráðlagt er að nota medium FITS túpuefni fyrir krókinn. Hægt er að nota mismunandi lengd á túpuefnið og mismunandi liti, og gera þannig fluguna mjög áhrifaríka fyrir mismunandi aðstæður.
Eiginleikar
- Breið uppsetning
- Tungsten Turbo Tube og micro turbo keila
- Notuð með lausum krók
- Hægt að nota með ýmsum litasamsetningum
- Þyngd og lífleg sundfluga