„Þessi litli skratti kemur frá Black Green Helmet flugunni en er aðeins meiri sólskinsfluga fyrir tærara vatn. Ég nota hana eins og venjulega flugu á grænleitri ánni. The Witch hefur reynst mér ákaflega vel og hefur gefið mér marga góða laxa. TTT gerir svo flugunni kleyft að haldast betur á floti í hröðu vatni og fara niður á intermediate hratt. Ég nota ýmist svarta eða gulgræna FITS stýritúpu, og af hverju ekki að prófa að nota fluorocent gula túpu? – Mikael Frödin“
TTT NOBODY SERÍAN
TTT Nobody er túpa með engum búk og hnýtt á Tungsten Turbo Tube. TTT ( Tungsten Turbo Tube ) er einföld, áhrifarík og endingargóð lausn í þessari seríu. Bæði gefur TTT flugunni nokkra þyngd sem og að flugan opnast betur og gefur henni fallegan sundprófíl. Flugan er notuð laus á taumnum fyrir framan við stuttan túpubút sem er notaður til að festa krókinn og virkar sem stýring. Ráðlagt er að nota medium FITS túpuefni fyrir krókinn. Hægt er að nota mismunandi lengd á túpuefnið og mismunandi liti, og gera þannig fluguna mjög áhrifaríka fyrir mismunandi aðstæður.
Eiginleikar
- Breið uppsetning
- Tungsten Turbo Tube og micro turbo keila
- Notuð með lausum krók
- Hægt að nota með ýmsum litasamsetningum
- Þyngd og lífleg sundfluga