Flaggskipið. Hún er hnýtt með sæ bláum perlubúk, svörtu hrossi í væng ásamt tveimur tegundum af gliti.
Valbeinn á sér skemmtilega sögu og er hún ein af þessum einföldu sem er auðvelt að hnýta og ætti að vera til í hverju veiðiboxi. Eftir tiltekt í gömlu hirslum fann ég hnýtingarefni sem er frá mínum unglingsárum sem ég hafði fengið hjá Kolbeini Grímssyni dag einn, er ég sat hjá honum og horfði á hann hnýta fluguna Ármót. Flugan Valbeinn var að þvælast á borðinu í vinnunni þegar Valgarður Ragnarsson stórveiðimaður rak augun í hana og gerði hana að sinni. Þegar hann bað um fleiri vissi ég að eitthvað var rétt varðandi samsetningu þessarar flugu. Nafnið er dregið af Valla og Kolbeini.
- 0.75″ áltúpa – 4.5cm heildarlengd.
- 1.0″ áltúpa – 6.5cm heildarlengd.