Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt reyndum veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 37 veiðivötnum víðsvegar um landið og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.
Nú gefst fólki loksins kostur á að stoppa við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, hvort það sé fiskur í vatninu o.s.frv.
Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir. Einnig eru grunnupplýsingar á ensku í bæklingnum.
Almennar reglur
Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit. Þegar skráning fer fram hjá landeiganda eða veiðiverði ber að sýna Veiðikortið og persónuskilríki eða samkvæmt reglum í bæklingi. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um veiðisvæðin og skilja ekki eftir sig rusl eða önnur ummerki.
Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.
Veiðimönnum ber að virða þær reglur sem kynntar eru á upplýsingasíðum vatnanna, en mismunandi reglur geta gilt á milli vatnasvæðanna.
Hægt er að flétta Veiðikortsbæklingnum hér rafrænt: https://svfr.is/veidikortid-2024/