Það er alltaf góð stemming þegar veitt er með Vibe fjölskyldunni.
Söluhæsta flugulína Vision er Vibe 85+ og af augljósri ástæðu. Vibe 85+ línan er ótrúlega sleip og góð, jafnvel í heitum aðstæðum. Hún kemur með stuttum 8.5 metra haus sem hentar vel í þröngum kastaðstæðum og hentar ákaflega vel með Switch og fyrir spey köst. En á sama tíma gefur 8.5 metra hauslengdin þér kleift að nota þessa línu við ýmsar aðrar aðstæður. Gríðarlega vinsæl lína á meðal strandsilungsveiðimanna og hentar vel fyrir alla ferskvatnsveiði. Lítið-teygjanlegur kjarni línunnar hjálpar þér að finna fyrir tökunum og gefur frá sér meiri kastorku heldur en hefðbundnir kjarnar. Þungur og öflugur hausinn kastar þyngri púpum og straumflugum á einfaldan hátt og áföst framlúppa einfaldar ásetningu taumsins.
Ef þig vantar góða og öfluga alhliðalínu, veldu þá Vibe 85+.
LÍNUÞYNGD | LENGD Á HAUS | ÞYNGD Á HAUS | LENGD ALLS | LITUR |
---|---|---|---|---|
WF #5 flot | 8,5m / 27,9fet | 12gr / 185 grains | 27m metrar | Gul / Hvít |
WF #6 flot | 8,5m / 27,9fet | 15gr / 231 grains | 30 metrar | Gul / Hvít |
WF #7 flot | 8,5m / 27,9fet | 17gr / 262 grains | 30 metrar | Gul / Hvít |
WF #8 flot | 8,5m / 27,9fet | 19gr / 293 grains | 30 metrar | Gul / Hvít |