Vuefinder Flypatch fluguboxið hefur nýstárlega nálgun á útlit og virkni sem gerir veiðimanninum kleift að hengja boxið á sig og veitir auðveldan og fljótan aðgang að mest notuðu flugunum. Eftir að boxið hefur verið hengt á fatnaðinn er hægt að snúa því í 360 gráður til að nýta bæði fram- og bakhlið boxins.
Á framhlið boxins, sem er með glært polycarbonite lok, er hægt að geyma allt að 38 flugur sem aðgengilegt er í gegnum einstakan lás sem hannaður er fyrir aðra hendi. Þegar boxið er opnað myndast hálfgerð hilla sem grípur allar flugur sem kunna að detta þegar það er notað. Inni í boxinu eru 2 litlir seglar sem hægt er að geyma flugur á þegar verið er að skipta um flugu.
Á bakhlið boxins er bárusvampur til að þurrka upp drukknaðar flugur ásamt hágæða öngulbrýni til að brýna krókinn á flugunum á augabragði. Þetta box er klárlega með fjöldann allan af eiginleikum sem munu nýtast hvaða veiðimanni sem er.
- Kemur með þéttingum til að hindra raka
- Hægt að hengja í flest fatnað
- Hægt að opna með annarri hendi
- Snúanlegt í 360 gráður
- Fluguþurrka/bárusvampur á bakhlið
- Innbyggt öngulbrýni
- Flugugeymsla með 2 litlum seglum
- Pláss fyrir 38 flugur
Skoðið umfjöllun um boxið með því að smella hér.