Whiting Farms 4B Hen Capes eru fyrsta flokks hænu ‘cape/kápu’ fjaðrir með einstök gæði og mikið magn nothæfra fjaðra í hverjum pakka.
4B stendur fyrir Bigger, Better, Bargain, Birds – meira magn, betri gæði og hagkvæmara verð.
Þessar fjaðrir eru sérlega hentugar fyrir votflugur, sérstaklega púpur og og bara ýmsar silungaflugur. Mýkt þeirra gerir þær tilvaldar í kraga á spiders og crunchers, auk þess sem þær eru mikið notaðar í fætur og skott á flugur.
Stærri fjaðrirnar henta einnig vel fyrir laxaflugur, þar sem meiri hreyfing er æskileg í stað stífari hanafjaðra.
Þessar hænufjaðrir eru einstaklega vel lagaðar með jafnri lögun og þéttu mynstri, sem tryggir fallega útkomu í hnýtingum. Þéttpakkaðar af nothæfum fjöðrum, sem gefur hnýtaranum hámarks gæði og nýtingu.
- Hágæða hænufjaðrir
- Frábært val fyrir púpur, spiders og crunchers
- Stærri fjaðrir henta vel í laxaflugur og straumflugur
- Lengd kápunnar um 21 cm
- Mikið magn af nothæfum fjöðrum
- Fáanlegt í mörgum litum
Fyrir hnýtara sem vilja fjölhæfar og vandaðar fjaðrir sem skila sér í fallegum og áhrifaríkum flugum.