Fjaðrablandpokinn var settur saman til að geta boðið upp á fjaðrir í ofurgóðum gæðum á lágu verði fyrir þá sem vilja spara. Þessi stórkostlegi blandpoki er frábær fyrir hinar ýmsu straumflugur, þurrflugur og annað þar sem hann ininheldur helling af mjúkum og lifandi fjöðrum.
Myndin sýnir nokkurnvegin innihald pokans en þó verður að hafa í huga að innihaldið og litir gætu verið eilítið mismunandi milli poka enda um náttúruefni að ræða.
Hver poki inniheldur 22 afklippta parta frá eftirfarandi:
- American Rooster Crests (hentar vel fyrir stærri straumflugur og flugur notaðar í sjó)
- American Rooster Cape afklippur (hentar vel fyrir straumflugur og flugur notaðar í sjó)
- American Hen Cape afklippur (hentar vel fyrir minni straumflugur)
- Whiting Rooster Cape afklippur (hentar vel fyrir minni straumflugur)
- Whiting Hen Cape afklippur (hentar vel fyrir straumflugur og votflugur)
- Hebert-Miner Rooster Cape afklippur (hentar vel fyrir langar straumflugur í öllum gerðum)
- Hebert-Miner Hen Cape afklippur (hentar vel fyrir muddlera, straumflugur og votflugur)
- Spey Rooster Cape afklippur (notað í stað marabou, frábært fyrir straumflugur)
- Spey Hen Cape afklippur (notað í stað marabou, frábært fyrir straumflugur)
Hver poki er með jafna blöndu af grizzly, náttúrulegum og lituðum fjöðrum í öllum fjöðrum sem gerir þessa poka alveg einstaka.