Ný og glæsileg Truefly FA stöng frá Wychwood sem setur ný viðmið í frammistöðu og hönnun með nýjustu marglaga koltrefjatækninni.
Stöng með hraða virkni og hentar einstaklega vel fyrir alla almenna veiði og nær framúrskarandi kastlengd þegar á þarf að halda – í raun meiriháttar fallbyssa. Truefly FA er fjölhæf stöng sem nýtist jafnvel til veiða með þungum sökklínum og fyrir fínlega veiði með þurrflugum á flotlínu – hin fullkomna alhliða stöng fyrir nútíma veiðimenn.
Nútímaleg hönnun og stílhrein smáatriði gera Truefly FA einstaka í sínum flokki.
Tæknilegar upplýsingar:
- Marglaga miðlungs-hraðvirk 30T koltrefjablanda.
- 4ja hluta uppbygging.
- CNC-rennt hjólsæti úr áli.
- Stöngin kemur vönduðum Cordura hólki.
- Litur: Burgundy rauður