SLA MKII fluguhjólið frá Wychwood er framleitt eftir mjög ströngum hönnunarkröfum. Upprunalega SLA hjólið var mikil áskörun í framleiðslu á sínum tíma, en þessi nýja gerð setti þá áskorun þrepinu ofar.
SLA MKII hjólið er ekki einungis mun fallegra fluguhjól en það gamla, heldur hefur það verið skorið niður og lagað til svo hver beygja og smáatriði þjónar tilgangi, hvort sem um er að ræða til að leggja áherslu á rennilegar línur hjólsins eða tilfinninguna þegar það er í notkun. Hjólið er einnig – og það er einmitt lykilatriðið – mjög, mjög létt.
SLA MKII hjólið er um 14gr léttara en gamla SLA hjólið og viktar einungis um 183gr. Þessi ótrúlegi árangur var mögulegur vegna strangs hönnunar- og framleiðsluferlis. Með því að fjarlægja eins mikið efni úr steypta álramma hjólsins, án þess að skerða á nokkurn máta virkni eða styrk, var markmiðinu á framleiðslu á SLA MKII náð, sem hinu léttasta fluguhjóli í sínum flokki.
Virkni hjólsins er algerlega frábært, kemur með hálfþéttum Rulon diskhemli, og spólum með þrýstingskerfi. MKII hjólið sameinar hina fullkomnu blöndu af virkni og fegurð.
Hjólið kemur í tveimur litaútgáfum; hinum vinsæla dökk gráa lit og nýjum silfruðum lit, en bæði með hinni silkimjúku áferð.
Hjólin koma í fallegri tösku og fylgja 2 polycarbon aukaspólur.
- Super Large Arbor, til að einfalda inndrátt línunnar og minnka hverskonar línu minni.
- Ofur-létt hönnun
- Heilsteypt úr áli
- Staðsetningamerkingar fyrir spólur
- Kassettuspólur sem festar eru með þrýstingskerfi
- Falinn Rulon diskhemill
- Polycarbon kassettuspólur
- Kemur með tveimur aukaspólum og í fallegri tösku
- Fáanlegt í dökkgráu eða silfur