Allar flugu- og kaststangir frá Leeda / Wychwood bera tveggja ára ábyrgð gegn göllum frá framleiðanda og er stönginni skipt út fyrir nýja fyrsta árið ef um er að ræða galla sem rekja má til verksmiðjugalla. Ábyrgðin fellur úr gildi ef óvarleg notkun eða vanhirða stangarinnar er valdur ágallans, eða ef stönginni hefur verið breytt á nokkurn máta eftir að hún var versluð.
Auk þessa er lífstíðarvarahlutaábyrgð á öllum stöngum, á meðan líftíma stangarinnar stendur. Á þessum tíma er hægt að fá varahluti í bæði kast- og flugustangir fyrir vægt gjald sem inniheldur póstburðargjöld, umsýslu og verð varahlutar.
Til að fá varahlut í þína stöng skaltu ganga frá biðpöntun varahluts og gefa okkur upp um hvaða bút sé að ræða, og fyrir hvaða stöng.
Áður en pöntun fer fram skaltu hafa samband við okkur í gegnum ‘Hafðu samband‘ síðuna okkar, eða í töluvupóstfangið info@flugubullan.is og láta okkur vita hvaða bút er um að ræða.
Það sem koma þarf fram þegar varahlutur fyrir flugu- og kaststangir er pantaður er eftirfarandi:
- Fullt nafn stangar
- Lengd stangar
- Línuþyngd stangar
- Hvaða bút vantar
Starfsmenn Flugubúllunnar verða svo í sambandi við þig ef frekari upplýsinga er þörf, og til að gefa upp áætlaðan afhendingardag og með kostnað.
Oftast er um viku biðtíma að ræða, en þó eigum við oftast einhverja varahluti á lager.