Vuefinder túpuboxið var hannað til að mæta þörfum og kröfum lax- og sjórbirtingsveiðimanna. Kemur með nokkur stór rými þar sem hægt er að geyma jafnvel stærstu og lengstu túpur og snældur.
Á neðrihlið boxins eru geymslurými þar sem hægt er að geyma króka, öngla, sökkur eða hvað sem er og þar að auki 2 mjög löng geymslurými fyrir flugur allt að 5.5 tommur að lengd.
Á efrihlið boxins eru svo 5 jafnlöng þriggja tommu rými.
Hér er því hægt að geyma allar vinsælustu túpurnar og flugurnar, hvort sem um er að ræða tví- eða þríkrækjur, á einfaldan og handhægan máta.
Milli rýmanna eru háir og endingargóðir plastveggir sem koma í veg fyrir að flugurnar læðist yfir í næsta rými með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á boxinu eru glær Polycarbonate lok með vatnsheldum þéttingum.
- Mismunandi stærðir á rýmum
- Háir plastveggir til að forða erfðamengun flugna
- Djúp rými til að verja stærri fjaðrir