Vöðlutaskan vinsæla frá Wychwood hefur verið uppfærð og endurbætt – kemur með öllum eiginleikunum sem voru fyrir en auk þess hefur hólfið fyrir vöðluskóna verið stækkað, einu aukahólfi verið bætt við sem ætlað er fyrir Wychwood brookman háfinn og einnig eru komnir strappar utan á töskuna til að geyma 2 stangir.
Nýstárleg og algerlega frábær lausn til að flytja og geyma öndunarvöðlur og í raun allan blautan fatnað (öll blotnum við einhverntíman).
Vöðlunum er pakkað á einfaldan máta í þessa einstöku vöðlutösku. Hún kemur með stóru forneti og Duraflex klippum fyrir vöðlurnar og útkoman er einfaldur flutningur.
Hægt er að hengja vöðlutöskuna upp til geymslu og þá þorna vöðlurnar á meðan þær eru í töskunni, þar sem notast er við Drop N’ Dry kerfi frá Wychwood.
Á töskunni miðri er mjúk neoprene motta sem hægt er að standa á þegar farið er í og úr vöðlunum.
Einnig er á töskunni vasi þar sem hægt er að geyma vöðluskóna, blauta sem þurra.
Kíkið á myndbandið hér að neðan þar sem Hywel Morgan kynnir þessa einstöku vöðlutösku.