Er hún sú besta? Menn spyrja sig

Þegar kemur að vöðlutöskum er úrvalið mikið – en er það alltaf hentugasta lausnin?

Markaðurinn í dag býður upp á fjölda vöðlutaska frá ólíkum framleiðendum, oft með fallegu felumynstri, stórum vörumerkjum og jafnvel innbyggðum mottum til að standa á meðan farið er í vöðlurnar. Þrátt fyrir þessa fjölbreytni eiga flestar þessara vöðlutaska eitt sameiginlegt: Vöðlurnar þurfa að vera brotnar saman og geymdar í lokuðum poka eða tösku, oft ásamt vöðluskónum.

Þegar ferðalagið er hafið – hvort sem það er á veiðistað, milli staða eða heim – er taskan einfaldlega lokuð og sett til hliðar. Vandamálið kemur oft upp þegar veiðitúrnum lýkur: Vöðlurnar eru skildar eftir í töskunni og gleymast í geymslu eða skúr, þar sem raki og léleg loftun geta valdið myglu. Mygla skemmir öndunarfilmu vöðlanna, veikir hlífðarhúðina og leiðir að lokum til leka.

En af hverju að geyma dýrmætar vöðlur í samanbrotnum kuðli í lokuðum poka?
Við myndum aldrei geyma dýrt jakkaföt á þann hátt – af hverju ættu vöðlurnar að vera undantekning? Þetta er ein mikilvægasta veiðibúnaðurinn sem tryggir þægindi og ánægju á veiðitúrum, og því er mikilvægt að hugsa vel um hann.

Hönnunarteymi Wychwood tók þessi vandamál til skoðunar og þróaði vöðlutösku sem er af mörgum talin vera sú besta í heiminum. Með snjallri hönnun sem stuðlar að réttum þurrkunarskilyrðum, betri geymslu og lengri endingartíma vöðlanna er þetta lausnin sem veiðimenn hafa beðið eftir.

Geymdu vöðlurnar rétt – forðastu myglu og skemmdir

Wychwood vöðlutaskan er nýstárleg og hagnýt lausn fyrir alla veiðimenn sem vilja flytja og geyma öndunarvöðlur, vöðluskó, háf og annan blautan fatnað á öruggan og þægilegan hátt.

Í stað þess að troða vöðlunum saman í lokaðan poka, eins og algengt er, býður þessi snjalla taska upp á einfalda og þægilega geymslu – líkt og þegar jakkaföt eru hengd upp í fataskáp.

Drop N’Dry kerfið tryggir að vöðlurnar og skórnir þorna rétt í töskunni eftir veiðiferðina – allt sem þarf er að hengja hana upp í geymslu eða bílskúr.
Öflugt fornet og Duraflex klemmur halda vöðlunum vel á sínum stað í töskunni fyrir öruggan flutning.
Mjúk neoprene motta er innbyggð í miðja töskuna og veitir þægilegt yfirborð til að standa á meðan farið er í eða úr vöðlunum.

Hvort sem þú ert á leið á veiðislóðir eða að ganga frá eftir langan dag við ána, þá er Wychwood vöðlutaskan lausnin sem tryggir betri geymslu og lengri endingartíma vöðlanna þinna.

Hvað segja viðskiptavinirnir

Mæli svo sannarlega með! ???

Liv Marit Mathilde Aurdal / Facebook

Á svona og mæli eindregið með þeim

Hjalti Þór Þorkelsson / Facebook

Mæli með! ?

Árni Kristinn Skúlason / Facebook

Þessar eru góðar ?

Daði Magna / Facebook

Ég er með þessa…og einnig búinn að gefa eina slíka í afmælisgjöf alveg frábærar töskur!

Hafþór Óskarsson / Facebook

Þetta er einhver besta græja sem ég hef nokkurn tíman átt, algjör snilld. Get ekki ímyndað mér neitt sem fer betur með vöðlur í geymslu og í flutningi en þessi taska.

Hjörtur Þór Grétarsson / Facebook

Ætlar þú að skella þér á eina?

Smelltu þér á þína eigin Wychwood vöðlutösku ef þú hefur sannfærst nú þegar – annars skaltu lesa áfram. Sendum þér vöðlutöskuna án sendingarkostnaðar samdægurs eða næsta virka dag um land allt.

Hönnuð með veiðimanninn í huga – Stútfull af snjöllum eiginleikum

Wychwood vöðlutaskan er hönnuð til að veita hámarks þægindi, skipulag og öryggi við geymslu og flutning á vöðlum og öðrum blautum veiðifatnaði.

  • Hengdu vöðlurnar upp rétt – eins og jakkaföt með endingargóðum Duraflex klemmum, sem tryggja að þær haldist á sínum stað í flutningi.
  • Drop N’ Dry kerfið frá Wychwood tryggir að vöðlurnar þorni á meðan þær eru geymdar í töskunni. Til að hámarka þurrkunina mælum við með að snúa þeim á rönguna, þannig að þær þorni einnig að innan.
  • Sérstakt netahólf fyrir vöðluskóna – hentar bæði blautum og þurrum skóm.
  • Auka hólf fyrir silungaháf, svo allt sé á sínum stað.
  • Tveir stillanlegir strappar til að festa stangarhólka utan á töskuna.
  • Mjúk neoprene motta í miðri töskunni, sem veitir þægilegt undirlag þegar farið er í og úr vöðlunum.
  • Fjölmargir netavasar til að geyma blauta hanska eða annað smálegt.

Þessi nýstárlega og hagnýta taska er fullkomin lausn fyrir flutning og geymslu á öndunarvöðlum og veitir jafnframt aukið skipulag fyrir veiðibúnaðinn. Því blotnum við öll einhvern tímann – og þá er betra að vera með rétta lausn!

Hywel hengir upp vöðlurnar!