Menn spyrja sig
Ef horft er yfir úrval vöðlutaskna á markaðnum í dag er ljóst að úrvalið er gríðarlega fjölbreytt frá hinum ýmsu framleiðendum. Pokar og töskur, fagurlega skreytt með felumynstri eða vörumerki og jafnvel stundum hægt að nota sem mottu einnig á meðan farið er í vöðlurnar.
Allar þessar vöðlutöskur eiga hinsvegar eitt sameiginlegt – þetta eru pokar eða töskur þar sem þú þarft að brjóta vöðlurnar saman og loka niður í töskuna, og jafnvel hafa vöðluskóna í sama rými. Svo er töskunni lokað og farið á veiðistað, milli veiðistaða, eða heim. Og oft þegar komið er heim eftir langan veiðitúr er öllu hent inn í geymslu eða skúr og gleymist þá oft að taka vöðlurnar upp úr töskunni eða pokanum – og þá getur farið svo að vöðlurnar fari að mygla. Og um leið og myglan byrjar að myndast þá brotnar öndunarfilman niður og getur hlífðarfilman skemmst þannig að vöðlurnar fari að leka.
Og menn spyrja sig – af hverju að setja dýru nýju vöðlurnar í kuðlingi ofan í poka? Ekki eru draktirnar eða jakkafötin sem kostaðuðu skyldinginn sett ofan í poka til geymslu þar til næst. Eigum við ekki að hugsa aðeins betur um þessa dýru vöru sem er svo nauðsynleg til að veiðitúrinn verði ánægjulegur og þægilegur.
Hönnunarteymi Wychwood horfðu á allar hliðar þessa máls og hönnuðu tösku sem að margra mati er sögð “heimins besta vöðlutaska“